-9.7 C
Selfoss
Home Fréttir Varðveisla gróðurhúsa í Hveragerði

Varðveisla gróðurhúsa í Hveragerði

0
Varðveisla gróðurhúsa í Hveragerði
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis 12. apríl sl. var loks samþykkt að fram færi varðveislumat á gróðurhúsum í Hveragerði. Það var afar ánægjulegt að loksins væri samstaða hjá öllum bæjarfulltrúum um afgreiðslu málsins. Undirritaður, ásamt Viktoríu Sif Kristinsdóttur, hefur undanfarin þrjú ár barist fyrir því innan bæjarstjórnar að slíkt varðveislumat yrði gert til þess að tryggja að gróðurhús, sem eru mikilvægur hluti af bæjarmynd Hveragerðis, hverfi ekki að fullu. Aðdragandi þess að bæjarstjórn samþykkti að gera varðveislumat er því langur og rétt að halda þeirri sögu til haga. Upphafið má rekja til þess að deiliskipulag á svokölluðum Grímsstaðareit árið 2015 gerði ráð fyrir gróðurhús ættu að víkja þaðan með tímanum.

  • Grein Njarðar í Dagskránni 2. júlí 2015 þar sem tillögu að deiliskipulagi er mótmælt.
  • Athugasemd Njarðar við deiliskipulag Grímsstaðareits 9. júlí 2015 þar sem gerð er athugasemd við að gróðurhúsin séu víkjandi. Sent skipulags- og byggingarfulltrúa.
  • Bókun Viktoríu í bæjarráði 23. júlí 2015 þar sem hún gerir athugasemd við deiliskipulag Grímsstaðareits vegna gróðurhúsa sem eiga að víkja og leggur til að gert verði varðveislumat. Meirihluti Sjálfstæðismanna felldi tillöguna.
  • Tillaga Njarðar og Viktoríu um að gert verði varðveislumat á gróðurhúsum er felld af meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn 10. september 2015.
  • Tillaga Njarðar og Viktoríu um gerð varðveislumats á gróðurhúsum lögð fram í bæjarstjórn 12. janúar 2017. Bæjarstjórn ákveður að fresta afgreiðslunni að tillögu Sjálfstæðismanna.
  • Fundur bæjarstjórnar með Pétri Ármannssyni frá Minjastofnun Íslands og Helga Jóhannessyni frá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins 14. mars 2017. Á fundinum er rætt um stöðu garðyrkju í Hveragerði og mikilvægi gróðurhúsa í bæjarmyndinni.
  • Á fundi bæjarstjórnar 12. október 2017 er nýtt aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029 samþykkt. Njörður og Viktoría bóka að enn hafi ekki verið afgreidd tillaga þeirra um gerð varðveislumats á gróðurhúsum sem með réttu hefði átt að fara fram meðfram vinnu við aðalskipulag.
  • Tillaga á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 7. nóvember 2017, í kjölfar bókunar Njarðar og Viktoríu á bæjarstjórnarfundi, 12. október að leitað verði eftir samvinnu við Minjastofnun um mat á varðveislugildi gróðurhúsa í bænum.
  • Tillaga um varðveislumat á gróðurhúsum samþykkt einróma í bæjarstjórn 12. apríl 2018.