-1.7 C
Selfoss

Kórtónleikar Bel Canto í Skálholtskirkju

Vinsælast

Kammerkórinn Bel Canto heldur kórtónleika í Skálholtskirkju mánudaginn 30. apríl nk. klukkan 17:00. Bel Canto kórinn flytur aðallega tónverk á capella.

Kórinn var stofnaður árið 1989 af Dan Lönnqvist, kórstjóra. Kórinn hefur haldið tónleika í heimabæ sínum Jakobstad og hefur farið í tónleikaferðalög til Eistlands, Léttlands, Póllands, Úkraínu, Lúxemborgar, Þýskalands, Svíþjóðar, Sviss og Ítalíu.

Bel Canto hefur verið í samstarfi við margar hljómsveitir, síðast núna um páskana með söngvurum og hljómsveitum frá heimasvæðinu þar sem Requiem eftir Mozart var flutt.

Margir velþekktir einsöngvarar hafa sungið með kórnum, sérstaklega á hefðbundnum jólatónleikum í heimasveitinni, fyrst og fremst í Pedersöre kirkjunni í Jakobstad. Í júlí 2005 náði kórinn þriðja sætinu í kórakeppninni „langillen International Musical Eisteddfod í Wales. Raddþjálfari kórsins er Marguerithe

Aðgangur að tónleikunum í Skálholtskirkju er ókeypis.

Nýjar fréttir