-4.3 C
Selfoss

Selfoss vann fyrstu rimmuna í framlengdum leik

Vinsælast

Selfyssingar unnu fyrsta leikinn við FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í Vallaskóla í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og fór í framlengingu. Þar höfðu Selfyssingar betur 36-34.

Leikurinn sem var bráð skemmtilegur var jafn í fyrri hálfleik og var jafnt á öllum tölum lengi vel. Þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik fékk Gísli Þorgeir Kristjánsson FH rautt spjald fyrir að brjóta á Árna Stein Steinþórssyni er hann fór inn úr horninu. Við það efldust FH-ingar og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17.

Í byrjun síðari hálfleiks juku FH-ingar forskotið og voru komnir með 5 marka forskot. Um miðjan síðari hálfleik efldist leikur Selfissinga og þeir minnkuð forskotið jafnt og þétt. Var það ekki síst fyrir frábæra innkomu Einars Sverrissonar sem skoraði sex mörk á þessum kafla. Selfoss jafnaði í 28-28 á lokamínútu leiksins og FH-ingar náðu ekki að nýta síðustu sókn sína. Því var leikurinn framlendgur.

Í framlengingunni voru Selfyssingar sterkari og unnu að lokum 36-34. Stemningin í húsinum var frábær enda húsfyllir og áhorfendur vel með á nótunum.

Einar Sverris skoraði flest mörk Selfyssinga í leiknum eða 11 og þar af voru 5 úr vítaköstum. Haukur Þrastar og Atli Ævar skoruðu 6 mörk hvor, Teitur Örn 5, Hergeir og Elvar Örn 3 mörk hvor, Árni Steinn 1 og Guðni Ingvars 1.

Staðan í einvíginu er því 1-0 fyrir Selfoss. Næsti leikur er í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardaginn kl. 17:30.

Nýjar fréttir