-6.1 C
Selfoss

Jötunn-hlaupið verður 1. maí

Vinsælast

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við Jötunn Vélar, stendur fyrir Jötunn-hlaupinu á Selfossi þriðjudaginn 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00. Vegalengdir eru 10 km og 5 km.

Í 5 km hlaupi verur keppt í flokkum 15 ára og yngri og 16 og eldri ára. Í 10 km hlaupi verður keppt í flokkum 39 ára og yngri, 40–49ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri. Verðlaun verða fyrir fyrsta keppenda í hverjum flokki.Vegleg sérverðlaun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða útdráttarverðlaun.

Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20. Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ. Hlaupin hefjast og enda við húsakynni Jötunn Véla á Selfossi. Brautirnar eru marflatar og hlaupið er á bökkum Ölfusár.

Nánari upplýsingar má finna á hlaup.is.

Nýjar fréttir