-10.7 C
Selfoss

Húsfyllir í Árnesi á Fuglakabaretti

Vinsælast

Húsfyllir var í Árnesi um helgina þegar kirkjukórar Ólafsvalla og Stóra-Núpssókna, Laugalandsprestakalls í Eyjafirði og Söngfjelagið í Reykjavík, ásamt hljómsveit fluttu Fuglakabarett, eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson við mikla ánægju viðstaddra. Enda ekki á hverjum degi sem kirkjukórar birtast eins og fuglar að vori við undirleik hljómsveitar eins og í Árnesi um helgina. Hljómsveitina skipuðu Daníel Þorsteinsson, píanó, Kristján Edelstein, gítar,  Gunnar Hrafnsso, bassi og Helge Haahr, slagverk.  Stjórnendur kóranna voru Daníel Þorsteinsson, Hilmar Örn Agnarsson og Þorbjörg Jóhannsdóttir sem kynnti viðburðinn.

Fuglakabarett segir sögu fugla á Íslandi, staðfugla og farfugla í léttum kveðskap Hjörleifs Hjartarsonar. Kórfélagar klæddust litríkum vorklæðnaði og til að kóróna verkið höfðu börn í leikskóla sveitarinnar skreytt veggi salarins í Árnesi með fuglamyndum. Söngfjelagið flutti Fuglakabarettinn í fyrra á Dalvík, en þetta er í fyrsta sinn sem þrír kórar flytja verkið saman. Samband sunnlenskra sveitarfélaga styrkti tónleikanna.

Nýjar fréttir