-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Fjölbreytt starf Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu

Fjölbreytt starf Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu

0
Fjölbreytt starf Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu

Nú fer vetrarstarfinu hjá Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu að ljúka, en það hefur verið öflugt í vetur að venju, eitthvað í boði fyrir félagana á hverjum virkum degi, allan veturinn.

Almennt handverk hefur verið tvisvar í viku á Hellu, úrskurður í tré á Hvolsvelli einu sinni í viku og Boccia er í boði bæði á Hellu og Hvolsvelli. Einnig hefur verið boðið upp á göngu í íþróttahúsunum á báðum stöðum. Leikfimi er tvisvar í viku á Hvolsvelli. Kórinn Hringur starfar af krafti og var með gæsilega vort tónleika í Hvoli 18. mars síðastliðinn.

Við ætlum að ljúka vetrarstarfinu með handverkssýningu í Menningarsalnum á Hellu um næstu helgi, 28. og 29. apríl nk. Þar verður einnig kaffi og kökuhlaðborð í boði, gegn vægu gjaldi. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Nú horfum við til sumarsins með sínar björtu nætur og vonandi sólríku sumardaga.

Gleðilegt sumar.
Guðrún Aradóttir, formaður FEB Rang.