-10.6 C
Selfoss

Síungt kvenfélag á Selfossi

Vinsælast

Á sumardaginn fyrsta komu saman í Selfosskirkju um 70 þjóðbúningaklæddar konur á öllum aldri en Kvenfélag Selfoss hafði hvatt til þessa viðburðar, félagið fagnar 70 ára afmæli 2018. Sr. Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur ávarpaði gesti.

Frá Selfosskirkju var farið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem hjúkrunardeildirnar, Ljósheimar og Fossheimar, voru heimsóttar og Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU tók á móti hópnum.

Frá málþinginu „Hyllum síungt kvenfélag“ sem haldið var í ráðhúsi Árborgar.

Málþingið „Hyllum síungt kvenfélag“ var svo haldið kl. 15 í Ráðhúsi Árborgar. Framsögu á málþinginu höfðu: Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins, Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali og Bryndís Brynjólfsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi og kaupmaður.

Sjötíu ára saga Kvenfélags Selfoss „Þannig vinni samtök svanna“ kom einnig út þennan dag. Höfundur bókarinnar Sigrún Ásgeirsdóttir kynnti hana og sagði aðeins frá starfi félagsins. Bókin var gefin kirkjunni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sönghópurinn „Syngjandi sex“ sungu á öllum þeim stöðunum sem voru heimsóttir. Fjölmenni var á málþinginu.

Nýjar fréttir