-5 C
Selfoss

Rósa Matthíasdóttir leiðir T-listann í Flóahreppi

Vinsælast

Ákveðið hefur verið að bjóða fram undir merki T-listans í Flóahreppi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí nk. Rósa Matthíasdóttir ferðaþjónustubóndi leiðir listann, í öðru sæti er Sigurður Ingi Sigurðsson framkvæmdarstjóri og þriðja sætið skipar Lilja Ómarsdóttir byggingafræðingur.

Frambjóðendur T-lisanns í Flóahreppi eru eftirfarandi:

  1. Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Hraunmörk.
  2. Sigurður Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hamarskoti.
  3. Lilja Ómarsdóttir, byggingafræðingur, Brandshúsum.
  4. Heimir Rafn Bjarkason, verkefnastjóri, Árprýði.
  5. Axel Páll Einarsson, bóndi, Syðri Gróf.
  6. Alma Anna Oddsdóttir, sjúkraþjálfari, Hraunholti.
  7. Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Vorsabæjarhjáleigu.
  8. Sveinn Orri Einarsson, nemi, Egilsstaðakoti.
  9. Albert Sigurjónsson, húsasmiðameistari, Sandbakka.
  10. Svanhvít Hermannsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Lambastöðum.

Í tilkynningu segir að þessi fjölbreytti hópur hafi víðtæka reynslu sem mun nýtast vel í málefnavinnu sem er nú þegar hafin. Afrakstur þeirrar vinnu mun líta dagsins ljós þegar nær dregur kosningum.

Nýjar fréttir