Ákveðið hefur verið að bjóða fram undir merki T-listans í Flóahreppi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí nk. Rósa Matthíasdóttir ferðaþjónustubóndi leiðir listann, í öðru sæti er Sigurður Ingi Sigurðsson framkvæmdarstjóri og þriðja sætið skipar Lilja Ómarsdóttir byggingafræðingur.
Frambjóðendur T-lisanns í Flóahreppi eru eftirfarandi:
- Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Hraunmörk.
- Sigurður Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hamarskoti.
- Lilja Ómarsdóttir, byggingafræðingur, Brandshúsum.
- Heimir Rafn Bjarkason, verkefnastjóri, Árprýði.
- Axel Páll Einarsson, bóndi, Syðri Gróf.
- Alma Anna Oddsdóttir, sjúkraþjálfari, Hraunholti.
- Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Vorsabæjarhjáleigu.
- Sveinn Orri Einarsson, nemi, Egilsstaðakoti.
- Albert Sigurjónsson, húsasmiðameistari, Sandbakka.
- Svanhvít Hermannsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Lambastöðum.
Í tilkynningu segir að þessi fjölbreytti hópur hafi víðtæka reynslu sem mun nýtast vel í málefnavinnu sem er nú þegar hafin. Afrakstur þeirrar vinnu mun líta dagsins ljós þegar nær dregur kosningum.