-1.4 C
Selfoss

Framboðslisti Okkar Hveragerðs kynntur

Vinsælast

Framboðslistinn Okkar Hveragerði var kynntur á fjölmennum fundi á Rósakaffi í Hveragerði 22. apríl sl. Okkar Hveragerði er hópur fólks sem hefur áhuga á bæjarmálum í Hveragerði, velferð íbúa Hveragerðis og hagsmunum sveitarfélagsins. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu. Kynjahlutfall á listanum er jafnt.

Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi, sagnfræðingur og sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Þórunn Pétursdóttir, landfræðingur og sérfræðingur á þróunarsviði Landgræðslunnar, Friðrik Örn Emilsson, söngvari og sálfræðinemi skipar þriðja sætið, Sigrún Árnadóttir, grunnskólakennari skipar fjórða sæti og Hlynur Kárason, húsasmiður í fimmta sæti.

Í tilkynningu segir að megin áherslumál Okkar Hveragerðis sé að efla atvinnu í sveitarfélaginu, koma upp húsnæðisleigufélagi sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða, endurreisa hverasvæðið til fyrri vegs og virðingar, innleiða 36 tíma vinnutíma hjá starfsfólki Hveragerðisbæjar, standa vörð um gróðurhúsin í bænum sem eru megineinkenni byggðarinnar, að Hveragerði verði leiðandi í umhverfismálum á landinu og að börn geti æft íþróttir fyrir aðeins eitt gjald.

Listann skipa:

  1. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Þórunn Pétursdóttir, landfræðingur
  3. Friðrik Örn Emilsson, söngvari og sálfræðinemi
  4. Sigrún Árnadóttir, grunnskólakennari
  5. Hlynur Kárason, húsasmiður
  6. Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og kennari
  7. Gunnar Biering Agnarsson, verslunarmaður
  8. Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
  9. Garðar Atli Jóhannson, byggingafræðingur og verkefnastjóri
  10. Árdís Rut Hlífardóttir, húsmóðir og nemi
  11. Kristján Björnsson, húsasmiður
  12. Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
  13. Kristinn Grétar Harðarson, yfirmaður tölvumála í Árborg, tæknimaður og trommuleikari
  14. Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur

Nýjar fréttir