5 C
Selfoss

Tómas Ellert efstur á lista Miðflokksins í Árborg

Vinsælast

M-listi Miðflokksins í Árborg opnaði í gær kosningaskrifstofu á Eyravegi 5 á Selfossi. Við sama tækifæri var tilkynnt hverjir skipa sex efstu sætin á framboðslistanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sex efstu sæti listans skipa eftirtalin:
1. Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur
2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Sólveig Pálmadóttir, viðskiptalögfræðingur og hársnyrtimeistari
4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari
5. Erling Magnússon, lögfræðingur
6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH
Heiðurssæti listans skipar nýkjörinn heiðursformaður HSK, Guðmundur Kr. Jónsson.

Nýjar fréttir