1.7 C
Selfoss

Listi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði birtur

Vinsælast

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði var samþykktur á félagsfundi sem fram fór á Hótel Örk í gær. Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi leiðir lista Frjálsra með Framsókn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, guðfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Snorri Þorvaldsson, lögreglunemi, fjórða sætið skipar Sæbjörg Lára Másdóttir, hjúkrunarfræðingur og fimmta sætið skipar Nína Kjartansdóttir, þroskaþjálfi.

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði:
1. Garðar R. Árnason, 63 ára grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
2. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, 39 ára æskulýðsfulltrúi og fyrrv. bæjarfulltrúi
3. Snorri Þorvaldsson, 28 ára lögreglunemi
4. Sæbjörg Lára Másdóttir, 27 ára hjúkrunarfræðingur
5. Nína Kjartansdóttir, 34 ára þroskaþjálfi
6. Örlygur Atli Guðmundsson, 55 ára tónlistamaður, kennari og kórstjóri
7. Vilborg Eva Björnsdóttir, 43 ára stuðningsfulltrúi
8. Sigmar Egill Baldursson, 23 ára sölumaður
9. Steinar Rafn Garðarsson, 35 ára sjúkraflutningamaður
10. Daði Steinn Arnarsson, 46 ára grunnskólakennari
11. Adda María Óttarsdóttir, 24 ára hjúkrunarfræðinemi
12. Herdís Þórðardóttir, 59 ára innkaupastjóri
13. Guðmundur Guðmundsson, 67 ára bifvélavirki
14. Garðar Hannesson, 83 ára eldri borgari

Nýjar fréttir