3.4 C
Selfoss

Líflegur Fuglakabarett í Árnesi á morgun laugardag

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn 21. apríl kl. 16:00, verða stórtónleikar í félagsheimilinu Árnesi en þá munu þrír kórar, ásamt hljómsveit, flytja stórskemmtilegan Fuglakabarett eftir Hjörleif Hjartarson og Daníel Þorsteinsson.

Kórarnir sem um ræðir eru Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna; Söngfjelagið og Kirkjukór Laugalandsprestakalls í Eyjafirði.Stjórnendur kóranna, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Daníel Þorsteinsson hafa unnið hörðum höndum í vetur við að æfa kórana fyrir þetta spennandi verkefni.

Fjöldi kórfélaga kemur að söngnum en að auki verður hljómsveit sem leikur undir. Kynnir og sögumaður er Hjörleifur Hjartarson. Meðal söngva sem fluttir verða má nefna „Krumma og snjótittlingana“, „Evrópufuglasöng“, „Hverafugla“, „Sílamáfasöng“ og „Afríkufuglasöng“, svo fátt eitt sé nefnt. Lögin eru fjölbreytt og textarnir fullir af fegurð og fínum húmor.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 16. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir