Föstudaginn 23. mars sl. hélt fimleikadeild Dímonar á Hvolsvelli sitt fyrsta æfingamót í hópfimleikum í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.
Alls tóku ellefu lið þátt í mótinu, fjögur lið frá Dímoni, fimm lið frá Hamri og tvö lið frá Heklu. Margir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni á mótinu og voru keppendur á aldrinum 5 til 13 ára. Allir stóðu sig mjög vel og fengu allri krakkarnir medalíu sem viðurkenningu fyrir þáttöku og vatnsbrúsa í boði Landsbankans að lokinni keppni. Eftir mótið bauð svo SS upp á pylsuveislu fyrir krakkana.
Aðalstyrktaraðili mótsins var LAVA-setrið, glæsilegt Eldfjallasetur sem opnaði á Hvolsvelli fyrir tæpu ári síðan. Hlaut mótið nafnið „LAVA-mótið“ og vonast fimleikadeild Dímonar til að þetta sé upphafið að árlegu samstarfi.