3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Jón Ingi sýnir á Bókasafninu í Hveragerði

Jón Ingi sýnir á Bókasafninu í Hveragerði

0
Jón Ingi sýnir á Bókasafninu í Hveragerði
Jón Ingi Sigurmundsson.

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl, opnar ný sýning á Bókasafninu í Hveragerði. Jón Ingi Sigurmundsson sýnir þar vatnslitamyndir og olíumálverk sem hann hefur málað á undanförnum árum. Sýningin opnaði kl. 15 og eru allir hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á hressingu.

Jón Ingi Sigurmundsson er fæddur 1934 á Eyrarbakka og uppalinn þar. Fyrsti kennari hans í myndlist var Jóhann Briem, en síðan hefur Jón Ingi sótt mörg námskeið í myndlist bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur m.a. sótt nám hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn, hjá Ron Ranson vatnslitamálara í Englandi og hjá Keith Hornblower á námskeiði í Myndlistaskóla Kópavogs. Hann hefur aðallega unnið með olíu- og vatnsliti. Jón Ingi hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið yfir 40 einkasýningar, þar af 11 á Eyrarbakka. Hann sýndi einnig nokkrum sinnum í Eden í Hveragerði. Fjöldi mynda Jóns Inga er í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. Listasafns Árnesinga og Listasafns Landsbankans. Jón Ingi fékk menningarviðurkenningu Árborgar árið 2011 og var valinn heiðurslistamaður Myndlistarfélags Árnesinga veturinn 2017–18.

Sýningin verður opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga til föstudaga 13-18:30 og laugardaga 11-14 og stendur til 26. maí.