5 C
Selfoss

Selfoss í undanúrslit eftir sigur á Stjörnunni

Vinsælast

Karlalið Selfoss komst í gærkvöldi í undanúrslit á Íslandsmótinu í handknattleik með sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Selfyssinga sem voru undir mest allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 16-13 fyrir Stjörnuna. Selfyssingar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótlega að jafna leikinn. Jafnræði var með liðunum lengst af en í lokin náðu Selfyssingar að komast fram úr og lönduðu að lokum tveggja marka sigri 28-30. Margir stuðningsmenn Selfoss mættu í Garðabæinn og létu vel í sér heyra.

Hergeir Grímsson átti frábæran leik og skoraði 11 mörk. Teitur Örn skoraði 6, Elvar Örn, Einar og Haukur skoruðu 3 mörk hver, Atli Ævar skoraði 2 og Árni Steinn og Sverrir Páls 1 mark hvor.

Framundan er einvígi Selfoss og FH. Fyrsti leikurinn verður á Selfossi miðvikudaginn 25. apríl kl. 19:30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst svo í úrslitaeinvígið við annað hvort Hauka eða ÍBV.

Nýjar fréttir