3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Safna fyrir ljóðabók á 5 ára afmæli Konubókarstofu

Safna fyrir ljóðabók á 5 ára afmæli Konubókarstofu

0
Safna fyrir ljóðabók á 5 ára afmæli Konubókarstofu

Júlíana Jónsdóttir (1838–1917) gaf út ljóðabók fyrst íslenskra kvenna. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Núna stendur Konubókastofu á Eyrarbakka til boða að kaupa frumeintak af bókinni og er hugmyndin að safna peningum til þessa.

Bókin kostar 120.000 krónur. Þetta er afar fallegt og sjaldgæft eintak. Bókin er bundin í snoturt alþýðuband, alveg heil og innisíður eins og nýkomnar úr prentsmiðju. Í tilkynningu segir að mikið væri nú gaman á 5 ára afmæli Konubókastofu að safnið myndi eignast fyrstu bókina sem íslensk kona gaf út.

Hægt er að styrkja Konubókastofu til þess að kaupa bókina með því að leggja inn á reikning 0325-26-6102, kennitala 610213-0650. Merkja færsluna „Stúlka“. Eins er hægt að styrkja bókakaupin á afmælishátið Konubókastofu sem verður í Rauða Húsinu sunnudaginn 29. apríl næstkomandi. Þetta væri flott afmælisgjöf og frábært ef bókin tilheyrir safni sem sérhæfir sig í varðveislu á verkum eftir íslenskar konur.