Hefð fyrir því að Leikfélag Sólheima frumsýni leikrit á sumardaginn fyrsta. Í ár verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Úlfar ævintýranna. Höfundur leikritsins er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Hallbjörn V. Rúnarsson forstöðuþroskaþjálfi á Sólheimum.
Í Úlfi ævintýranna eru sett saman fjögur þekkt ævintýri, Rauðhetta, Grísirnir þrír, Sætabrauðsdrengurinn og Úlfur Úlfur. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Sýnt verður í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Frumsýning er fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta kl. 14:00. Næstu sýningar eru síðan 21. og 22. apríl. Miðasala er í síma 847 5323. Verslunin Vala verður opin á sýningardögum kl. 14:00–17:00.