3.9 C
Selfoss

Frumsýning á Sólheimum á sumardaginn fyrsta

Vinsælast

Hefð er fyrir því að Leikfélag Sólheima frumsýni leikrit á sumardaginn fyrsta. Á því verður engin breyting í ár og verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Úlfar ævintýranna. Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Hallbjörn V. Rúnarsson forstöðuþroskaþjálfi á Sólheimum. Í Úlfi ævintýranna eru sett saman fjögur þekkt ævintýri, Rauðhetta, Grísirnir þrír, Sætabrauðsdrengurinn og Úlfur Úlfur. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Sýnt verður í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Frumsýning er fimmtudaginn 19. apríl og næstu sýningar eru 21. og 22. apríl, 28. og 29. Apríl. Lokasýning verður 1. maí Allar sýningar byrja kl. 14.00 og taka um klukkustund. Miðasalan er í síma 847 5323 www.solheimar.is.

Opið verður í Vigdísarhúsi og hægt verður að kaupa veitingar þar eftir frumsýningu. Verslunin Vala verður opin á sýningardögum frá 14:00-17:00

Nýjar fréttir