-5.3 C
Selfoss
Home Fréttir Fögnum sumri á Vori í Árborg

Fögnum sumri á Vori í Árborg

0
Fögnum sumri á Vori í Árborg
Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

Að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 18. Apríl, býður Sveitarfélagið Árborg til afmælisveislu í íþróttahúsinu Iðu þar sem við fögnum 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar. Í vor eru 20 ár liðin síðan Sandvíkurhreppur, Stokkseyrarhreppur, Eyrarbakkahreppur og Selfoss voru sameinuð í eitt sveitarfélag. Leitast verður við þetta kvöld að fara yfir sögu hljómsveita sem komið hafa sterkt við sögu í sveitarfélaginu síðustu áratugi þar sem söngvarar og hljómsveitir munu koma fram ásamt tveimur kórum úr sveitarfélaginu.

Veittar verða menningarviðurkenningar Sveitarfélagsins Árborgar og slegið verður upp á stórum skjá myndum og minningum frá liðnum árum. Sagðar verða sögur og almenn skemmtilegheit viðhöfð. Þetta kvöld markar upphaf menningarhátíðarinnar Vor í Árborg 2018 og fer hátíðin á fullt á sumardaginn fyrsta með þátttöku allra aldurshópa í menningu og listum. Söfnin verða opin, einstaklingar opna listagallerý sín fyrir gestum og gangandi, skrúðganga og dagskrá hjá skátunum er áberandi á sumardaginn og fjölskylduleikurinn „Gaman saman“, svo dæmi séu tekin. Tónleikar verða svo í Stokkseyrarkirkju á laugardeginum 21. apríl með Agli Ólafssyni og á sunnudeginum 22. apríl í sal gamla frystihússins með Valgeiri Guðjónssyni. Sögumaður er eiginkona hans Ásta Kristrún á svo kölluðum fuglatónleikum.

Aðgangur er frír á flesta viðburði og er nánar hægt að sjá alla dagsrárliði í bæklingi sem sendur er í hvert hús og inni á arborg.is Ástæða er til að hvetja íbúa og gesti að taka virkan þátt í viðburðum og fagna komu sumars.

Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.