2.3 C
Selfoss

Vortónleikar Vörðukórsins 2018

Vinsælast

Senn lýkur Vörðukórinn vetrarstarfi sínu en að baki er viðburðaríkt starf, vel heppnuð söng- og skemmtiferð til Suður-Tíról á Ítalíu, tónleikar og baðstofukvöld sem nýtur alltaf vinsælda og upptökur fyrir væntanlegan disk.

Framundan eru þrennir tónleikar. Fyrst í Árnesi föstudagskvöldið 13. apríl klukkan 20.30 og síðan í Hveragerðiskirkju miðvikudagskvöldið 25. apríl klukkan 20.00. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir í Kálfholti.

Kórinn hefur oft gefið ungum söngnemum tækifæri að koma fram og að þessu sinni treður upp ungur tenórsöngvari úr Hrunamannahreppi, Guðlaugur Lárusson frá Reykjaflöt. Tónleikaröðinni og jafnframt vetrarstarfinu lýkur svo með sameiginlegum tónleikum með kirkjukór Fella- og Hólakirkju en þar ræður ríkjum sem kórstjóri, undirleikari kórsins Arnhildur Valgarðsdóttir. Verða þeir tónleikar laugardaginn 28. apríl klukkan 17.00 í Fella- og Hólakirkju.

Dagskráin er að venju fjölbreytt, m.a. íslensk þjóðlög, gospel tónlist, lög eftir Bill Joel, Gunnar Þórðarson, Jón Ásgeirsson og Ingibjörgu Berþórsdóttur og þannig mætti lengi telja. Það er vel þess virði að koma og hlusta.

Nýjar fréttir