3.9 C
Selfoss

Ný hótelbygging opnuð á Hellishólum

Vinsælast

Á Hellishólum í Fljótshlíð hefur mikil uppbygging átt sér stað síðustu ár enda ferðaþjónustan þar í miklum blóma. Um miðjan mars var lokið við nýja átján herbergja hótelbyggingu sem byrjað var á í byrjun september sl.

Á Hellishólum er í dag rekið Hótel Eyjafjallajökull með samtals 32 tveggja manna herbergjum og 4 eins manns herbergjun. Af þessum 32 eru 4 herbergi sérhönnuð fyrir hjólastóla. Einnig er þar gistiheimili með 15 herbergjum, 24 smáhýsi með 2–6 manna herbergjum auk hostels á Kirkjulæk með plássum fyrir 124.

Í vor verður opnað nýtt tjaldsvæði á Hellishólum. Á staðnum er níu holu golvöllur og leiksvæði fyrir börn með einum stærsta hoppukastala landsins auk ærslabelgs.

Framtíðin er björt á Hellishólum, mikið af langtímasamningum við erlendar og innlendar ferðaskrifstofur. Einnig mikið af íslenskum fastakúnnum sem koma reglulega að gista og spila golf og upplifa hlíðina fögru, hina einu og sönnu Fljótshlíð. Kokkurinn á Hellishólum er heimamaðurinn, Úlfar Gunnarsson, sem framreiðir gómsæta rétti sem kitla braðgðlaukana.

Í tilefni af opnun nýju hótelbyggingarinnar var opið hús á Hellishólum laugardaginn 24. mars sl. þar sem boðið var upp á pylsur og meðlæti frá Sláturfélagi Suðurlands og drykki frá Ölgerðinni.

Nýjar fréttir