1.7 C
Selfoss

Fyrsti leikur Hamars í úrslitakeppninni í kvöld

Vinsælast

Fyrsti leikurinn í einvígi Ham­ars og Breiðabliks um laust sæti í Domino’s-deild karla í körfuknattleik fer fram í Frysti­kist­unni í Hveragerði í kvöld fimmtudag­inn 5. apríl.

Það lið sem fyrr vinn­ur þrjá leiki mun leika í efstu deild næsta keppn­is­tímabil. Ann­ar leikurinn verður í Smáranum 8. apríl og þriðji leik­ur í Hveragerði 11. apríl. Ef fleiri leiki þarf verður fjórði leik­ur í Smáranum 13. apríl og sá fimmti í Hvera­gerði 16. apríl. Nú er um að gera að mæta og njóta körfu­boltans og hvetja Hamar til sig­urs. Allir leik­irnir hefjast kl. 19:15.

Lið Skallagríms varð efst í 1. deildinni og fór því beint upp í Domino’s-deildina. Hamar og Breiðablik urðu í 2. og 3. sæti og Vestri og Snæfell í 4. og 5. sæti. Í umspili áttust Hamar og Snæfell við annars vegar og Breiðablik og Vestri hins vegar. Hamarsmenn unnu Snæfell samtals 3-0 og Breiðablik vann Vestra einnig 3-0.

Nýjar fréttir