-4.4 C
Selfoss

Flóahlaupið verður haldið í 40. skipti á laugardaginn

Vinsælast

Flóahlaupið hefst kl. 13:00 við Félagslund laugardaginn 7. apríl nk. Þetta er í 40. sinn sem hlaupið er haldið svo um afmælishlaup er að ræða. Fyrsta hlaupið fór fram 1979 að frumkvæði Markúsar Ívarssonar á Vorsabæjarhóli. Þá var upphafs- og endapunktur hlaupsins á hlaðinu í Vorsabæ og eftir hlaup var öllum keppendum boðið í kaffi og kökur í Vorsabæjarhól. Hinar veglegu kaffiveitingar urðu til þess að hlaupið fékk viðurnefnið „Kökuhlaup Markúsar“. Keppendur í fyrsta hlaupinu voru 10 talsins en flestir hafa þeir verið á annað hundrað. Nú er upphafs- og endapunktur hlaupsins við Félagslund en áfram er hlaupinn Vorsabæjarhringurinn sem er 10 km að lengd. Fyrstu 37 árin var hlaupið haldið af Umf. Samhygð en nú hefur Umf. Þjótandi tekið við framkvæmdinni.

Hlaupaleiðir í Flóahlaupinu.

Í hlaupinu í ár verður boðið uppá 3 km skemmtiskokk auk þess sem keppt verður í eftirfarandi vegalengdum: 3 km 14 ára og yngri, 5 km opnum flokki karla og kvenna og 10 km hlaupi kvenna 39 ára og yngri, 40–49 ára og 50 ára og eldri. 10 km hlaup karla 39 ára og yngri, 40–49 ára, 50–59 ára, 60–69 ára og 70 ára eldri. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki auk þess sem allir fá verðlaun fyrir þátttöku. Skráningargjald 1.500 kr. fyrir 14 ára og yngri og 3000 kr. fyrir 15 ára og eldri. Forskráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Greiða verður með peningum því enginn POSI verður á staðnum. Innifalið í skráningargjaldinu er síðan kaffihlaðborð að hætti Flóamanna að hlaupi loknu. Allir áhugsamir eru hvattir til að koma og taka þátt í þessu skemmtilega og sögufræga hlaupi.

Nýjar fréttir