1.7 C
Selfoss

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar mannslát

Vinsælast

Kl. 08:45 í morgun barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um að maður væri látinn í heimahúsi í Árnessýslu. Á heimasíðu lögreglunnar kemur farm að lögregla og sjúkralið hafi þegar fariðá vettvang og staðfestist það sem um var tilkynnt. Tilkynnandinn sjálfur, ásamt öðrum manni sem einnig var á vettvangi, eru í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar málsins.

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi við rannsókn málsins.

Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að sinni.

Nýjar fréttir