1.7 C
Selfoss

Páskaeggjaleit LAVA á Hvolsvelli

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn fyrir páska, verður haldin páskaeggjaleit við LAVA eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli. Boðið verður upp á páskaeggjaleit kl. 13–15 eða á meðan birgðir endast. Þátttakendur mæta í LAVA og skrá sig til leiks og er miðað við að börn að 16 ára aldri séu í fylgd foreldra eða forráðamanna enda er viðburðurinn hugsaður sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Páskaeggjaleitin mun fara þannig fram að eftir að hafa skráð sig til leiks í LAVA munu þátttakendur fá kort af leitarsvæðinu ásamt leikreglum. Hver þátttakandi leitar að einu númeruðu páskaeggi. Þegar öll fjölskyldan hefur fundið sín egg er farið með númeruðu eggin í LAVA og þá kemur í ljós hvernig páskaegg hver og einn hefur unnið og hvort númerið gefi aðra glæsilega vinna frá samstarfsaðilum okkar á svæðinu. Þátttaka í leiknum veitir einnig sérstakan afslátt fyrir fjölskylduna á LAVA sýninguna, í mat hjá Kötlu mathúsi og frítt í sund laugardag og sunnudag í sundlauginni á Hvolsvelli.

Það er LAVA eldfjallamiðstöð sem stendur fyrir viðburðinum en ný verslun Krónunnar á Hvolsvelli ásamt Nóa síríus styrkja verkefnið rausnarlega með því að gefa páskaeggin. Aðrir samstarfsaðilar eru: Eldstó Art Café, Hótel Hvolsvöllur, Hótel Rangá, Katla mathús, Lífland, Midgard, Norðurflug, Perlan, The LAVA Tunnel, Sláturfélag Suðurlands, Suður Súkkulaði, Rammagerðin og Rangárþing eystra.

Fjölskyldur eru hvattar til að taka páskabíltúrinn á Hvolsvöll, kíkja í páskaeggjaleit í LAVA og nýta sér tilboðin sem verða í gangi hjá LAVA, Kötlu og hjá Rammagerðinni. Svo er gott að skella sér í sund og njóta alls hins besta sem Hvolsvöllur og nágrenni hefur upp á að bjóða.

Nýjar fréttir