-1.1 C
Selfoss

Gjörningur, vídeó og skissur í Hveragerði

Vinsælast

Í dag skírdag verður Gudrita Lapè og myndlist hennar kynnt í Listasafni Árnesinga og Bókasafninu í Hveragerði. Dagskráin hefst kl. 17:00 í Listasafninu með sýningu nokkurra vídeóverka, síðan gjörningi listakonunnar og endað í Bókasafninu kl. 18:00 þar sem nokkrar skissur eru til sýnis og boðið verður upp á hressingu.

Gudrita Lapè (Gintaré Maciulskyté, f.1990) bjó í Hveragerði 2000–2001 og gekk þar í skóla. Hún dvelur nú í Listamannahúsinu Varmahlíð. Gudrita lauk myndlistarnámi frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og síðan þá hefur hún ferðast víða um heiminn og rannsakað sjálfsmyndarsköpun (díaspóru) m.a. innflytjenda í þessum löndum.

Vídeóverkin fjalla um minningar sem tengjast Hveragerði og því að læra tungumálið frá grunni og gjörningurinn fjallar um hversdagslega helgisiði. Skissurnar eru af verkum sem listakonan hefur verið að vinna nú í mars og eru enn í vinnslu. Verkin tengjast minningum hennar um Hveragerði og byggja á endurvinnslu efnis og minninga.

Sýningin í Bókasafninu stendur fram í miðjan apríl og er opin á opnunartíma safnsins. Athygli er vakin á því að safnið verður opið laugardaginn 31. mars kl. 11–14. Listasafn Árnesinga er opið um páskana eins og venjulega, kl. 12–18 fimmtudag (skírdag) til sunnudags (páskadags).

Nýjar fréttir