-5 C
Selfoss

Nemendur frá Vermont heimsóttu Heilsustofnun

Vinsælast

Ellefu nemendur frá University of Vermont, College of Nursing and Health Science, komu í heimsókn til Heilsustofnunar í Hveragerði fyrr í þessum mánuði. Þetta er í þriðja sinn sem prófessorarnir Karen Westervelt og Susan Kasser koma með nemendur í námsferð en samstarf á milli Heilsustofnunar og Háskólans í Vermont hefur staðið yfir í nokkur ár.

Nemendur fá að fylgjast með og fræðast um starfsemi Heilsustofnunar, taka þátt í ýmsum hóptímum og mismunandi meðferðum. Einnig deila þau og kennarar með dvalargestum og starfsfólki sögum og fróðleik úr heilbrigðisgeiranum í þeirra landi.

Hópurinn hitti einnig Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra Hveragerðisbæjar og fóru í ævintýraferðir á Suðurlandi með Iceland Activities. Einnig heimsóttu þau lækningalind og rannsóknasetur Bláa Lónsins.

Nýjar fréttir