-5.8 C
Selfoss

Ráðherra heimsótti Fischersetur

Vinsælast

Á fimmtudaginn í liðinni viku var haldin smá athöfn í Fischersetri en þann dag árið 2005 samþykkti Alþingi Íslendinga að veita skákmeistaranum Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt.

F.v.: Guðmundur G. Þórarinsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Friðrik Ólafsson og kona hans Auður Júlíusdóttir.

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lija Dögg Alfreðsdóttir, heiðraði samkomuna með komu sinni og flutti ávarp. Ungir drengir úr Tónlistarskóla Árnesinga spiluð nokkur lög undir stjórn Birgit Myschi og Guðmundur G. Þórarinsson flutti fróðlegt erindi um frelsun Fischers frá Japan.

F.v.: Gunnar Björnsson, Friðrik Ólafsson, Aldís Sigfúsdóttir, Ingimar Pálsson, Gísli Sigurðsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Drengir úr Tónlistaskóla Árnesinga.

Nýjar fréttir