1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Ráðherra heimsækir Fischersetur í dag

Ráðherra heimsækir Fischersetur í dag

0
Ráðherra heimsækir Fischersetur í dag
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálamálaráðherra.

Í dag, fimmtudaginn 22. mars, mun Lija Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálamálaráðherra, heimsækja í Fischersetrið á Selfossi og taka þátt í smá athöfn til heiðurs Bobby Fischer, en hann varð íslenskur ríkisborgari þann dag árið 2005. Tveimur dögum síðar lenti hann á Reykjavíkurflugvelli sem íslenskur ríkisborgari. Ef Bobby Fischer hefði lifað þá hefði hann orðið 75 ára 9. mars sl. og 17. janúar sl. eru 10 ár liðin frá því að hann lést. Þá má minna á að þetta árið var alþjóðlega skákmótið í Reykjavík „Reykjavík Open 2018“ er sérstaklega tileinkað honum.

Á meðal dagskráratriða í Fischersetri þann 22. mars nk. verður lýsing Guðmundar G. Þórarinssonar á þeim viðburði er Íslendingar frelsuðu Bobby Fischer frá Japan. Athöfnin hefst kl. 16:00 og er öllum opin.

Fischersetur Selfossi.