-6.8 C
Selfoss

Forsetinn heimsótti FSu

Vinsælast

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Fjöl­brautaskóla Suðurlands sl. föstudag í tengslum við Regnbogadaga. Forsetinn ræddi við nemendur á sal um að fagna fjölbreytileikan­um, mennskuna, að hafa trú á sjálfum sér og margt fleira. Nemendur fengu tækifæri til að spyrja forsetann spurninga og heilmiklar umræður sköpuðust.

Forsetinn fékk því næst skoðunarferð um skólann og kynnti sér meðal annars verknám við FSu og skoðaði Hamar, nýja verknámshúsið.

Forsetinn ræddi við nemendur í FSu á sal. Mynd: FSu.

Nýjar fréttir