3.9 C
Selfoss

Ný Krambúð opnuð á Selfossi

Vinsælast

Ný og glæsileg Krambúð var opnuð á Tryggvagötu 40 (Horninu) á Selfossi síðastliðinn föstudag, en þar var áður Sam­kaup Úrval verslun. Krambúðin býð­ur upp á það allra nauðsyn­legasta í matvöru og leggur áherslu á að leysa þarfir við­skipta­­vina sem eru á hraðferð. Lagt er upp með að viðskiptavinir geti fengið þær vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hag­stæðara verði en áð­ur hefur sést í sam­bæri­legum verslunum hér á landi. Boðið er upp á bakað á staðn­um, tilbúna rétti, samlokur, salöt og „take-away“ kaffi, svo eitt­­hvað sé nefnt.
Í tilefni opnunar­innar voru ýmis tilboð og standa þau til 21. mars. Krambúðin er opin virka daga kl. 7:30–23:30 og frá 8:00 á laugardögum og 9:00 á sunnu­dögum til kl. 23:30.

Nýjar fréttir