-5.5 C
Selfoss

Fór ölvaður ránshendi um Suðurland á stolnum bíl

Vinsælast

Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum þann 14. mars sl. af árvökulum lögreglumönnum reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Í bílnum fannst þýfi frá ýmsum brotavettvöngum og virðist maðurinn hafa farið ránshendi um uppsveitir Árnes- og í Rangárvallasýslu áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn gisti fangageymslur á Selfossi til næsta dags enda óviðræðuhæfur vegna ástands síns. Við yfirheyrslur daginn eftir gat hann litlar skýringar gefið á ferðalagi sínu. Bílnum reyndist hann hafa stolið í Reykjavík og númeraplötum í innbroti í tjaldvagnageymslu í Heiðarbæ í Flóahreppi. Á leið þangað hafði hann m.a. stolið úr bílum ferðamanna við Þingvelli og á Laugarvatni og úr veitingahúsi í uppsveitum Árnessýslu. Þaðan lá leiðin m.a. í íbúðarhús á Rauðalæk þar sem tölvubúnaði var m.a. stolið og í bíl við Seljalandsfoss þar sem greiðslukortum ferðamanna var stolið og reyndi kappinn að nota þau í hraðbanka á Selfossi.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir