-6.1 C
Selfoss

Opið hús um helgina hjá spunaverksmiðjunni í Lækjartúni

Vinsælast

Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir hafa opnað spunaverksmiðju í Lækjartúni í Ásahreppi þar sem þau spinna ull af eigin kindum í band ásamt því að nýta ull frá nágrönnum og vinna fyrir aðra úr þeirra ull. Þetta er nýjung á Íslandi og á sér ekki hliðstæðu hér á landi, en margar sambæri­­legar smiðjur eru til víðs vegar um heiminn.

Hjónin bjóða fólki að koma í heimsókn um næstu helgi, kíkja á það sem þau eru að gera og skoða garnið. Opið verð­ur kl. 13-17 á laugar­deg­inum og á sunnu­deginum kl. 11-16. Allir eru velkomnir að kíkja við í Lækjartúni.

Nýjar fréttir