Í tilefni af alþjóðlega sambruggdegi kvenna sem haldinn er hátíðlega um allan heim hvert ár þann 8. mars hittust konur í bruggi, blandara og eigendur brugghúsa á Íslandi á Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggsdagsins í ár var með „Framandi” ívafi en fyrir valinu varð léttur saison með suðrænum tónum, lime & kókóshnetu.
Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má með sanni segja að hópurinn sem kom saman á Ölverki hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. Bjóráhugafólk mun geta nálgast bjórinn á völdum stöðum fyrstu vikuna í apríl.
Konur frá eftirfarandi brugghúsum og félögum stóðu að deginum; Lady Brewery, Rvk Brewing Co., Ölverk brugghús, Ölvisholt brugghús og Fágun – félag áhugafólks um gerjun á Íslandi.