-0.5 C
Selfoss

Gatnagerð á Kirkjuvegi á Selfossi

Vinsælast

Í vetur hefur verið unnið við end­ur­nýjun Kirkjuvegar á Selfossi. Í þessum áfanga verður farið að Engjavegi. Endurnýjaðar eru allar lagnir í götu, settar nýjar heim­æðar hitaveitu, vatnsveitu og fjarskipta inn í öll hús.

Að sögn Jóhanns Ágústssonar, byggingartæknifræðings, gengur vinna við heimæðar hægt þar sem mikið frost er í jörðu. Vinna við götu gengur aftur á móti nokk­uð vel. Jóhann segir að unnið sé eftir aðstæðum og að reiknað sé með að yfirborðs­frá­gangi verði lokið í byrjun sumars. Fram­kvæmdirnar eru liður í end­ur­nýj­un gatna á Selfossi sem stað­ið hefur um nokkurt skeið.

Nýjar fréttir