Nýlega mættu tvær námsmeyjar í myndlist í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Katla Sif Ægisdóttir, á kaffistofu FSu og færðu stjórnendum skólans málverk að gjöf.
Mikil vinna hefur farið í málverkið en þær notuðu um hálfa önnina til að klára það. Innblástur fengu þær stöllur frá lismálurunum Louisu Matthíasdóttur og Magnúsi Jónssyni. Anna og Katla eru miklar vinkonur og hestakonur og bera hestarnir í verkinu allir nöfn úr hestafjölskyldum beggja.