3.9 C
Selfoss

Egill Blöndal útnefndur íþróttamaður HSK

Vinsælast

Júdómaðurinn Egill Á. Blöndal, frá júdódeild Umf. Selfoss, var útnefndur íþróttamaður HSK á héraðs­þingi sambandsins sem fram fór í Þorlákshöfn sl. laugar­dag.

Egill vann til verðlauna á öll­um mótum innanlands og varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki og opnum flokki. Hann varð í öðru sæti á Norðurlanda­mótinu í Sví­þjóð, keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikun­um og var eini keppandi Íslands á heimsmeist­ara­mótinu í Ung­verja­landi. Hann var í verðlaunasæti á Holstein Open og Welsh Open og keppti í nóvember sl. á Tokyo Grand Slam, einu sterkasta móti heims.

Nýjar fréttir