-0.5 C
Selfoss

Tilboð í ljósleiðarakerfi í Rangárþingi eystra samþykkt

Vinsælast

Í dag var opnað tilboð í uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis í Rangárþingi eystra. Eitt tilboð barst í verkið, frá Mílu ehf., en Míla rekur nú þegar ljósleiðarakerfið sem búið er að leggja.

Samþykkt var á skrifstofu sveitarstjóra að ganga að tilboðinu en samkvæmt því er kostnaður pr. tengdan notanda 282.000 krónur.

Lagningu ljósleiðara í Rangárþingi eystra var skipt í tvo áfanga. Fyrsta áfanga er lokið en það var lagning ljósleiðara um Eyjafjöllin. Núna er byrjað að vinna í öðrum áfanga sem er Fljótshlíð, Landeyjar og gamli Hvolhreppur. Verkið er þó stopp eins og er vegna frosts í jörðu. Samkvæmt samningi mun Míla ehf. reka ljósleiðarakerfið eins og það leggur sig.

Nýjar fréttir