Sjálfstæðisfélögin í Sveitarfélaginu Árborg kynntu í gærkvöldi í Tryggvaskála framboðslista sinn við bæjarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí nk. Á listanum eru tíu konur og átta karlar. Fjórir af fimm núverandi bæjarfulltrúum eru í fimm efstu sætunum. Brynhildur Jónsdóttir er ný í 2. sæti listans.
Listinn er eftirfarandi:
- Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
- Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
- Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi
- Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi
- Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar og bæjarfulltrúi
- Sveinn Ægir Birgisson, skólaliði
- Þórhildur Ingvadóttir, dagforeldri
- Magnús Gíslason, sölustjóri
- Karolin Zoch, aðstoðarverslunarstjóri
- Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari
- Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri
- Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur
- Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari
- Sigríður Guðmundsdóttir, formaður félags eldri borgara
- Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, nemi
- Gísli Gíslason, flokksstjóri
- Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður
- Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi