3.9 C
Selfoss

Selfoss í úrslitum í bikarnum um helgina

Vinsælast

Karlalið Selfoss í handbolta leikur gegn Fram í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í „Final 4“ í Laugardalshöllinni í kvöld, föstudaginn 9. mars kl. 19:30. Haukar og ÍBV eigast við í hinum leiknum sem hefst kl. 17:15. Sigurliðin leika svo til úrslita á laugardag og hefst sá leikur kl. 16:00.

Selfyssingar varða með upphitun fyrir leikinn gegn Fram í Hótel Selfossi í dag kl. 16:00. Þar verður þjálfarafundur fyrir stuðningsmenn, andslitsmálun fyrir börn, stuðningsmannasveitin Skjálfti æfir söngva o.fl.

Sætaferðir verða í boði Guðmundar Tyrfingssonar og leggja rúturnar af stað frá Hótel Selfossi kl. 17:30. Takmarkað magn sæta er í boði. Miða á leikinn má kaupa í TRS á Selfossi og Bílaborg, Stórhöfða 26, Reykjavík.

Nýjar fréttir