-11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Leshringur á Bókasafninu á Selfossi

Leshringur á Bókasafninu á Selfossi

0
Leshringur á Bókasafninu á Selfossi
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.

Leshringur Bókasafnsins á Selfossi hittist annan fimmtudag í hverjum mánuði í lessal safnsins kl. 17:15 og spjallar um bók eða höfund sem hefur þótt áhugaverður. Núna varð Heiðubókin hennar Steinunnar Sigurðardóttur, Heiða fjalldalabóndi fyrir valinu, og á fimmtudag verður leshringur með óhefðbundnum sniði en þá fáum kemur Steinunn í safnið og spjallar um bókina. Allir eru velkomnir bæði á þennan fund sérstaklega þar sem ekki gefst oft tækifæri til að spjalla við höfunda, og eins til að vera með í klúbbnum.

Til stendur að stofna fljótlega leshring fyrir 9–12 ára krakka og verður það auglýst sérstaklega þegar að því kemur. Fyrir yngstu börnin hefur Kiddý lesið sögur á fimmtudagsmorgnum en sá tími verður nú færður til 17:30 og Pétur og úlfurinn er bókin sem verður lesin næsta fimmtudag. Sjáumst á bókasafni okkar allra.