1.7 C
Selfoss

Dagskráin á Suðurlandi 50 ára

Vinsælast

Dagskráin á Suðurlandi hefur verið gefin út samfleytt í 50 ár. Fyrsta tölublaðið kom út 29. febrúar 1968. Í dag eru tölublöðin orðin 2439 talsins.

Dagskráin hefur fylgt Sunnlendingum í gegnum árin og ver­ið kærkomið lesefni í hverri viku. Blaðið flytur oftar en ekki fréttir af viðburðum í héraði sem ekki er fjallað um í öðrum miðlum. Á því byggist m.a. tilvera blaðsins.

Á þessum tímamótum er saga blaðsins rifjuð upp. Í nýjasta tölublaðinu má á bls. 18 lesa viðtal við Örn Grétarsson sem fylgt hefur blaðinu allt frá árinu 1987. Einnig skrifa nokkrir velunnarar blaðsins nokkur orð.

Dagskráin gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu á Suðurlandi. Blaðið flytur fréttir og fjall­ar um ýmis mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Stefna blaðsins er að birta sem mest af að­sendu efni. Stundum þarf að tak­marka lengd greina og einstaka sinnum fara menn yfir velsæmis­mörk. Þannig greinar birtir blaðið ekki.

Framundan eru sveitarstjórn­arkosningar í maí og fram að þeim tíma munu marg­ir frambjóð­endur senda blaðinu greinar til birtingar. Blaðið gegnir því afar veigamiklu hlutverki í því að koma skoðunum frambjóðenda á framfæri.

Um leið og við þökkum íbú­um á Suðurlandi samfylgdina síð­ustu 50 ár vonumst við til að eiga áfram ánægjuleg samskipti á komandi árum.

Örn Guðnason, ritstjóri Dagskrárinnar

Nýjar fréttir