-10.3 C
Selfoss
Home Fréttir Kynning og leiðbeiningar í Hveragerði um notkun Rafbókasafnsins

Kynning og leiðbeiningar í Hveragerði um notkun Rafbókasafnsins

0
Kynning og leiðbeiningar í Hveragerði um notkun Rafbókasafnsins

Mánudaginn 5. mars mun Maria Anna Maríudóttir kynna Rafbókasafnið fyrir áhugasömum notendum Bókasafnsins í Hveragerði og leiðbeina um notkun þess.

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna hf og Borgarbókasafns Reykjavíkur og hefur síðan rétt fyrir síðustu jól verið aðgengilegt lánþegum flestra almenningsbókasafna á landinu. Það byggir á Overdrive rafbókaveitunni sem býður bókasöfnum um allan heim samskonar þjónustu. Rafbókasafnið býður upp á fjölbreytt úrval raf- og hljóðbóka til útláns og aðeins þarf að hafa gilt bókasafnskort, lykilorð og aðgang að tæki til að lesa/hlusta til að geta nýtt sér efnið. Flestar bækurnar eru á ensku en undanfarið hefur verið sett inn nokkuð af íslensku efni og vonast er til að það aukist í framtíðinni.

Allri eru velkomnir til að hlusta og kynna sér Rafbókasafnið en þeir sem hafa hug á að tengjast eftir kynninguna þurfa að hafa með sér síma, spjaldtölvu eða fartölvu og vera með gilt bókasafnskort. Kynningin hefst kl. 17.