8.4 C
Selfoss
Home Fréttir Prjónakvöld í bókasafninu á mánudaginn

Prjónakvöld í bókasafninu á mánudaginn

0
Prjónakvöld í bókasafninu á mánudaginn

Um daginn prófuðu starfsmenn á Bókasafni Árborgar á Selfossi að hafa prjónakvöld milli kl 20 og 22 á mánudagskvöldi. Það lukkaðist ljómandi vel og úr varð notaleg kvöldstund yfir kaffi, spjalli og prjónum. Nú er hugmyndin að komast að því hvort raunhæft sé að bjóða upp á slík kvöld einu sinni í mánuði og byrja strax í mars. Fyrsta kvöldið verður 5. mars frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Allir eru velkomnir, prjónahópar jafnt sem einstaklingar.