-1.1 C
Selfoss

Flúðasveppir – Farmers bistro fyrstir á Suðurlandi

Vinsælast

Flúðasveppir – Farmers bistro er fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu á Suðurlandi til að taka þátt í verkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um markvissa hæfniuppbyggingu starfsmanna.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vinnur á forsendum ferðaþjónustunnar að því að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar. Til þess að ná þessu markmiði hóf Hæfnisetrið tilraunaverkefni haustið 2017, sem byggir á því að greina fræðsluþarfir ferðaþjónustufyrirtæja og til að standa fyrir mælanlegri og árangursmiðaðri fræðslu í samræmi við þarfir greinarinnar.

Þann 23. febrúar voru undirritaðir samningar um framkvæmd verkefnisins hjá Flúðasveppum – Farmers bistro, sem er blandað matvæla- og ferðaþjónustufyrirtæki. Fræðslunetið símenntun á Suðulandi sér um framkvæmd greininga og fræðslu í umboði Hæfnisetursins og starfsmennastjóðsins Landsmenntar, sem kostar verkefnið.

Í upphafi verkefnisins eru væntingar fyrirtækisins til fræðslu og fræðsluþarfir starfsmanna greindar. Í kjölfarið er útbúin áætlun um fræðslu og þjálfun. Árangursmælikvarðar eru gangsettir við upphaf fræðslunnar og eru þeir virkir í tólf mánuði eftir að fræðslu er lokið.

Nú þegar er ljóst að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi munu taka þátt í tilraunaverkefninu á næstu mánuðum og búast má við meiri og almennari þátttöku ferðaþjónustuaðila fljótlega eftir að árangur verkefnisins verður gerður ljós. Upplýsingar um verkefnið á Suðurlandi veita Eyjólfur Sturlaugsson hjá Fræðslunetinu og Valdís Steingrímsdóttir hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.

Nýjar fréttir