1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Prentmet og Hreinlætislausnir kaupa Umbúðir & Rágjöf ehf.

Prentmet og Hreinlætislausnir kaupa Umbúðir & Rágjöf ehf.

0
Prentmet og Hreinlætislausnir kaupa Umbúðir & Rágjöf ehf.
Eigendur Hreinlætislausna, Samúel Guðmundsson og Guðrún Erla Leifsdóttir ásamt eigendum Prentmets, Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur og Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, handsala samstarf.

Eigendur Prentmets og Hreinlætislausna hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í félaginu Umbúðir & Ráðgjöf ehf. Tilgangurinn með kaupunum er að styrkja vöruframboð nýrra eigenda í gegnum dótturfélagið, Umbúðir & Ráðgjöf ehf., sem rekið verður áfram á sömu kennitölu, en í nánu samstarfi við Hreinlætislausnir og Prentmet.

Umbúðir & Ráðgjöf ehf., sem var stofnað árið 2001 af Ottó Þormar og Hrafnhildi Geirsdóttur, býður alhliða umbúðaþjónustu þar sem gæði, þekking, þjónusta og afgreiðsluöryggi eru í fyrirrúmi. Umbúðir & Ráðgjöf hefur byggt upp net af þekktum og traustum birgjum sem framleiða vörur sem hafa reynst matvælaframleiðendum hér á landi vel. Starfsemi Umbúða & Ráðgjafar byggir á starfsfólki með áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á umbúðum.

Markmið nýrra eigenda er að styrkja enn frekar vöruframboð Umbúða & Ráðgjafa og kappkosta að veita áfram góða, trausta og áreiðanlega þjónustu á sanngjörnu verði. Þá verður sótt á nýja markaði með vörur félagsins.

Samúel Guðmundsson er framkvæmdastjóri Umbúða & Ráðgjafar og Guðmundur Ragnar Guðmundsson stjórnarformaður.