-4.1 C
Selfoss

Nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi samþykkt á fundi bæjarstjórnar Árborgar

Vinsælast

Breyting á aðal- og deili­skipulagi miðbæjar Selfoss var samþykkt á fundi bæjarstjórn­ar Árborgar fimmtudaginn 22. febrúar sl. með sjö atkvæðum bæj­ar­fulltrúa B-, D- og Æ-lista, gegn tveimur atkvæðum bæjar­full­trúa S-lista.

Aðalskipulags­breyt­ingin snýr einkum að því að fjórði arm­urinn komi á hring­torgið, Tryggvatorg. Deiliskipulagstillagan snýr að uppbyggingu verslunar-, þjón­­ustu- og íbúðarhúsnæðis mið­svæð­is á Selfossi. Þar er gert ráð fyrir nýrri götu inn frá hring­torg­inu í átt að Sigtúnsgarði og götu sem liggur frá Kirkjuvegi að Sig­túni. Meðfram þessum götum munu standa hús þar sem ætlunin er að byggja upp fjölbreytta starf­semi fyrir íbúa sveitarfélagsins og gesti

„Næsta skref í skipulagsferlinu er umfjöllun Skipulagsstofnunar um tillögurnar. Að fenginni sam­þykkt stofnunarinnar og auglýs­ingu í B-deild Stjórnartíðinda, sem markar formlega gildistöku skipulagsins, verður unnt að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja fram­kvæmdir. Sveitarfélagið hef­­ur gengið frá samningum við Sig­tún þróunarfélag um upp­bygg­ingu á svæðinu. Mun félagið ann­ast alla gatnagerð, veitu­lagnir og yfirborðsfrágang, auk þess að byggja húsin,“ segir Ásta Stefáns­dóttir hjá Árborg.

Ætlunin er að uppbygging á svæðinu verði í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga er gatnagerð á svæð­inu og uppbygging þrettán húsa og tveggja tengibygginga við þá götu sem gengur til suðurs frá hring­torginu.

Frestur fram­kvæmda­aðila til að hefja fram­kvæmdir er 12 mánuðir frá gildis­töku skipulagsins, en vænta má þess að fram­kvæmdir fari mun fyrr af stað en það, þar sem þegar hefur verið samið við verk­taka um gatna­fram­kvæmdir og húsbyggingar. Verkinu skal síðan lokið innan fjögurra ára.

Í fyrri verkhluta er byggingarmagnið um 1.400 fer­metrar, hluti af því er endur­bygg­ing gamla mjólkur­búsins á Sel­fossi, og nokkurra ann­arra húsa sem m.a. stóðu á því svæði sem uppbyggingin tekur til.

Nýjar fréttir