-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Ferðamenn í vanda hringja í lögregluna

Ferðamenn í vanda hringja í lögregluna

0
Ferðamenn í vanda hringja í lögregluna

Átján innhringingar eru bókaðar frá erlendum ferðamönnum í vanda vegna veðurs og færðar þar sem Fjarskiptamiðstöð lögreglu leysir málin með því að koma þeim í samband við aðstoð eða leiðbeinir með úrlausn.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku grunaðir um að aka bifreiðum sínum undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra hafði áður verið sviptur ökurétti vegna sambærilegra brota. Aksturslag hinna tveggja gaf tilefni til þess að skoða ástand þeirra sérstaklega. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur. Tveir ökumenn aðrir voru kærðir fyrir að aka sviptir ökurétti. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt, flestir á Suðurlandsvegi i Eldhrauni og á svæðinu frá Vík að Lómagnúp. Af þeim eru sextán erlendir einstaklingar en fjórir Íslenskir. Skráningarnúmer voru tekin af þremur ökutækjum sem ekki höfðu lögboðnar tryggingar í gildi.

Klakastífla í Hvítá virðist nú opin en farið var að renna eftir opnum farvegi að morgni laugardagsins og fljótlega eftir hádegið losnaði um þann hluta sem hélt vatni að Vaðnesinu.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.