3.9 C
Selfoss

Sunnlenskir veitingamenn í útrás

Vinsælast

Sunnlensku veitingamennirnir Ásbjörn Jónsson, Fannar Geir Ólafsson og Magnús Már Haraldsson, sem reka Tryggvaskála, Kaffi krús og Yellow á Selfossi, hafa nú fært út kvíarnar og opnað nýjan veitingastað í Reykjavík sem ber nafnið RIO Reykjavík.

„Sunnlendingar eru sérstaklega velkomnir á nýja staðinn okkar sem er með Suður-Amerisku þema og er mjög spennandi viðbót í matarmenninguna á höfðuborgarsvæðinu. Á þessum nýja stað, sem og öllum hinum, er lögð mikil áhersla á kunnuglegt íslenskt hráefni, oftar en ekki frá sunnlenskum bændum, í nýjum og spennandi búningum,“ segir Magnús Már.

Nýjar fréttir