-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Taprekstur þriðja árið í röð

Taprekstur þriðja árið í röð

0
Taprekstur þriðja árið í röð

Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, sem hald­inn var á Selfossi 2. febrúar sl. lagði framkvæmda­stjóri SASS fram minnisblað um rekstur almenningssamgangna á liðnu ári. Þar kom fram að þriðja árið í röð er tap af rekstri almenn­ingssamgangna á Suðurlandi. Er það sam­kvæmt óendur­skoð­­uðu upp­­gjöri tæplega 22 m.kr. Far­þegar voru árið 2016 tæp­lega 155.000 og á liðnu ári um 148.000. Þeim fækkaði því um ríflega 4% á milli ára.